23.12.2006 | 01:47
Gleðileg jól
Þá er bara komið að því, jólin mætt á staðinn. Sökum anna og gubbupesta hefur lítið verið sagt hér frá öllu því skemmtilega sem við gerðum í desember en það verður bætt úr því síðar. Þó er óhætt að segja frá því að við Sólveig Halla fórum á jólaball á Hagaborg þar sem ég komst að því að Þyrni gerði ekki hósi hátt heldur hóf þyrnigerðið sig hátt - sem útskýrir ýmislegt - en ég er sem sagt búin að syngja textann vitlaust síðan ég var kannski svona þriggja ára og ekki dottið í hug að hann væri vitlaus, hef bara endalaust velt fyrir mér hvað þetta hósi þýði...
Elsku vinir og vandamenn nær og fjær, við óskum ykkur gleði og friðar á þessum jólum sem og alla tíð og hlökkum til að hitta ykkur á nýja árinu.
Jólajólakveðjur frá Sillu, Eika, Sólveigu Höllu og Sigrúnu Emilíu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.