Sigrún Emilía Eiríksdóttir

Systur SHE og SEE

Litla manneskjan vex og dafnar ótrúlega vel og hefur fengið nafnið Sigrún Emilía. Hún er oft kölluð Mía en Jökull frændi heyrði að það væri nafnið hennar þegar hann kyssti bumbuna einu sinni. Sigrún Emilía fór í 5 daga skoðun í morgun og var útskrifuð með 10 í einkunn. Hún er búin að ná fæðingarþyngd sinni og rúmlega það svo ljóst er að rjóminn er farinn að fljóta. Sólveig Halla er rosalega góð stóra systir, vill alltaf vera að halda á systur sinni og strjúka henni og klappa. Henni finnst reyndar ekkert gaman þegar hún orgar og vill helst loka á þetta "vonda væl." En eins og sjá má á myndunum er hún ægilega umhyggjusöm og góð.

Takk fyrir allar kveðjurnar - hlökkum til að hitta ykkur flest sem fyrst!

Silla, Eiki, Sólveig Halla og Sigrún Emilía Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Silla, Eiki og Sólveig Halla. Hjartanlega til hamingju með Sigrúnu Emilíu, hún er náttúrulega bara fallegust. Það er ekki nóg að amma Sigrún sé búin að fá nöfnu heldur get ég ekki betur séð en að sú stutta sé ansi lík ömmu sinni. Hlakka til að koma og sjá hana og ykkur svona þegar þið verðið tilbúin í gestagang. Hún er fædd á afmælisdaginn hennar Bjargar minnar, það hefur bara reynst í lagi. Sólveig Halla ætlar að verða svona mikil fyrirmyndar systir.
Knús og kossar til ykkar allra.
Auja frænka.

Auður Ingólfs. (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 11:01

2 identicon

Elsku þið, nú get ég alveg óskað ykkur til hamingju með Sigrúnu Emilínu þar sem mér hefur hlotnast sá heiður að hitta dömuna og ég verð að segja að hún er YNDISLEG!:)

ótlega mikið til lukku með hana Silla, Eiki og Sólveig halla:)

-Þórunn

Þórunn frænka:) (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 22:17

3 identicon

En fallegt nafn. Bæði ákveðið og fallegt - eins og prinsessan.

Hlakka til að knúsa þig Sigrún Emilía eftir einn mánuð. Klípa síðan aðeins í þessi systraskott.

Hafið það gott elskurnar.

Erla frænka

Erla (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 20:31

4 identicon

Til hamingju!!!
En skemmtileg afmælisgjöf fyrir mig;) Hlakka til að sjá krúttið í sumar!
Knús og kossar

Björg frænka í London

Björg (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 15:06

5 identicon

Til hamingju!!!
Ekki amalegt að fá eina svona krúttufrænku í afmælisgjöf!
Hlakka til að sjá ykkur öll í sumar!!
Knús og kossar...

Björg frænka í London

Björg Valgeirs (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband