Finnski félaginn

Ókei ég veit að Eiki er nýbúinn að vera með diskó fílingen á blogginu sínu en þetta er svo brjálæðislega fyndið að ég fæ aldrei nóg

http://www.youtube.com/watch?v=ZJj6d5QSYaE

Finnski diskódansinn rifjaðist nefnilega upp fyrir mér um síðustu helgi þegar við fjölskyldan brugðum okkur í Árbæjarsafn ásamt góðum vinum og kíktum á diskó sýningu í leiðinni. Í Kornhlöðunni í Árbæjarsafni er búið að setja upp míní útgáfu af gamla diskóstaðnum Hollywood og þeir mágar Sverrir og Eiríkur stóðust ekki mátið...

disko I
 Ég geri reyndar ekki ráð fyrir að Sólveig Halla bíði þess nokkurn tíma bætur að hafa horft á föður sinn og frænda á þessari stundu - hún leit mjög alvarlegum augum á mömmu sína og sagði einfaldlega að stundum findist börnum ekki fyndið það sama og fullorðnum. Ég sver að ég sá hana hristast fram og til baka þegar bjánahrollurinn hríslaðist niður eftir bakinu á henni.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem þeir félagarnir taka diskó fílingen, myndirnar hér að neðan eru teknar í sumarbústaðaferð fyrir ári síðan. Eins og sjá má hafa þeir æft sig stöðugt síðan.
diskó IIdiskó III

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó guð minn góður!! Þetta myndband bjargaði deginum mínum. Ef mágadansinn hefði verið á myndbandi líka ... þá hefði það líklega bjargað vikunni!! Og við erum að tala um prófviku meira að segja.

 Kyss og knús til ykkar elskulega fjölskylda.

Erla Björg (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband