29.11.2006 | 00:39
22. nóvember
Var auðvitað stórafmælisdagur í fjölskyldunni. Eiki varð 33 ára og Sigrún Emilía 7 mánaða - alveg svooona stór. Fyrir þeirra hönd þakka ég allar góðar kveðjur í tilefni dagsins. Afmælisdagurinn hans Eika markar svo alltaf tímamót í fjölskyldunni - nú er "löglegt" að hlakka til jólanna, hlusta á jólalög og taka fram jólaseríurnar - jibbí skibbí!!
Alla sem langar í kakó og vilja syngja jólin jólin með mér og Svanhildi Jakobs eru velkomnir í heimsókn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:44 | Facebook
Athugasemdir
Ohhh hvað ég væri nú alveg til í að kíkja yfir og taka nokkur jólalög með þér
... en það verður bara að bíða betri tíma. Vona bara að jólaundirbúningurinn gangi vel. Hérna verður allt á kafi í prófum langt fram í janúar .... ömurlegt þetta ó-jólavæna kerfi hérna í DK.
Knúsaðu extra vel þessar endalaust sætu frænku mínar (sem mér sýnist stækka hraðar en eðlilegt er) ... já og líka vel-fléttandi eiginmanninn
Linda fræ
Linda Dröfn Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 18:58
Halló! Hvernig hentar að hafa hitting 11.des.....er einmitt að koma í Cityið þá...talaðu við mömmu þína verðum svo´í bandi.. kv Gyða
Gyða (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 00:01
Jáhá eitthvað er ég með heimþrá núna þó að jólastemmningin sé góð í Þýsklandi með jólamörkuðunum og Nikolaus er samt ekkert eins og íslensk jól, sérstaklega barnanna vegna. Sakna ykkar!!
Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.