15.11.2006 | 22:19
Tengdasonurinn
Hér á myndinni með Sólveigu Höllu er Ólafur Dofri tilvonandi tengdasonur okkar Eika. Hann hefur ætlað að giftast Sólveigu Höllu síðan þau voru 3 ára en þá byrjaði hann að slást við Óðinn Gísla um ást hennar og athygli. Hún er ráðagóð stelpan og var því ekki lengi að finna lausn á vandamálinu - hún ætlar að giftast Ólafi Dofra af því að hann elskar hana svo mikið en Óðinn Gísli fær að vera kisan þeirra. Eins og sjá má á myndinni eru þau mjög hjónaleg, henni finnst gott að kúra og hann klórar sér áhyggjufullur í kollinum. Þau eru alveg ægilega sæt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.