19.11.2006 | 01:17
Einhvern veginn
hef ég í einfeldni minni alltaf haldið að allir eldri en svona átta ára kynnu að flétta hár. Hreyfingin er mér svo töm að ég skil ekki hvernig er ekki hægt að kunna það svona líkt og manni finnst undarlegt að fullorðið fólk kunni ekki að hjóla. Í tilefni feðradagsins á sunnudaginn var feðrum boðið á hárgreiðslustofu hér í bæ ásamt dætrum sínum þar sem þeim var markvisst kennt að flétta á þeim hárið. Þar sem ég veit að Eiki myndi aldrei láta hafa sig í svona hóphitting bauð ég fram aðstoð mína. Hann sér um að koma Sólveigu Höllu á fætur og í leikskólann á morgnanna og það er leiðinlegt fyrir hann að geta ekki fléttað á henni hárið svo lúsin sem er alltaf að ganga eigi ekki greiða leið þangað. Óhætt er að segja að einbeitingin hafi skinið úr andliti pabbans þegar æfingin hófst og hann vandaði sig svakalega þrátt fyrir kjánalegt flissið í mömmunni. Árangurinn var glæsilegur - næst á dagskrá er að læra að skipta til hliðar, gera pulsutígó og fastar fléttur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Linda hefur reynt að kenna mér að gera fasta fléttu í töluverðan tíma en ég það er mér lífsins ómögulegt að ná tökum á því. Puttarnir mínir fléttast alltaf við hárið og allt endar í hrikalegri flækju.
Ef þér tekst að kenna Eika fasta fléttu ... þá ... þá ... hætti ég ekki fyrr en ég get það líka... :)
Knús til ykkar sæta fjölskylda.
Erla Björg (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 16:29
Með fullri virðingu og ótakmarkaðri ást á Eika þá held ég að fastar fléttur séu ekki á dagskrá... Ég læt þig vita Erla með góðum fyrirvara svo þú getir æft þig - þangað til skaltu hafa áhyggjur af einhverju öðru
Silla (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.