Alltaf

SBS afmæli

finnst mér jafn gaman að eiga afmæli. Hvernig er svo sem annað hægt þegar afmælisdagurinn einkennist af þvílíkum lúxus. Ég var vakin af krakkakrílunum og Eika með afar fögrum afmælissöng, afmælisgjöfum og afmælisköku frá tengdamömmu, í hádeginu bauð elskulegur eiginmaður minn mér út að borða og eftir vinnu hélt mamma fyrir mig ekta afmælisboð með bananarúllu og öllu tilheyrandi. Svo fékk ég hringingar og kveðjur frá vinum og vandamönnum allan daginn og meira að segja í nokkra daga á eftir. Hvernig er hægt að vera annað en ánægð með svona dag og hlakka svo til næsta.... þó ég sé formlega komin á fertugsaldurinn....

Takk fyrir mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: EG

Verði þér að góðu!!

EG, 15.11.2006 kl. 12:18

2 identicon

ehhh... líka þónokkrum dögum á eftir ...

 Til hamingju með afmælið gamla mín. Ofursæt fjölskylda sem þið eruð. Mmmm... súkkulaðikaka í morgunmat!! Án gríns sko.

Knús frá okkur öllum,

Erla Björg frænkan sín.

erla (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband