17.10.2006 | 00:11
Ammælisstelpan hin eldri
Þá er Sólveig Halla orðin 5 ára. Það var svaka fjör hérna á Hjarðarhaganum í gær, stanslaus dagskrá frá tvö um daginn til átta um kvöldið - það dugar ekkert minna fyrir svona merkilegt tilefni. Afmælisstúlkan var aldeilis ánægð með daginn, fékk afmælisköku á þremur hæðum og hefur að eigin sögn aldrei fengið svona flottar afmælisgjafir. Meðal annars vakti amma SHG mikla lukku: "amma þú ert geggjað snilld!" heyrðist þegar prinsessunammið kom í ljós upp úr pakkanum. Sólveig Halla var líka mjög fegin að fá stærra hjól - henni leist nú ekki á þegar móðir hennar stakk upp á því að hún myndi bara stela hjóli eins og Lotta ef hún fengi ekki nýtt í afmælisgjöf - en gamla hjólið er orðið alltof lítið. Fjórar skvísur eru orðnar ansi þaulsetnar hérna á heimilinu og farnar að þreyta foreldrana en Sólveig Halla fær víst seint nóg af því að hafa þær Mjallhvíti, Öskubusku, Þyrnirós og Fríðu allt í kringum sig - svo ætli við leyfum þeim ekki að vera eitthvað áfram. Vonum bara að Sólveig Halla vaxi upp úr prinsessudraumunum á réttum aldri og reyni aldrei að verða fegurðadrottning....
Ma+pa eru mjög stolt af stelpunni sinni sem er ennþá jafn stór, dugleg, skemmtileg, klár og falleg og hún hefur alltaf verið. Sigrún Emilía er einnig einlægur aðdándi systur sinnar en á þeim bænum kemst enginn með tærnar þar sem Sólveig Halla hefur hælana.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.