11.10.2006 | 13:19
Kóngsins Köben
Þá erum við komin heim eftir skemmtilegt ferðalag sem gekk vel. Höfðum það ægilega notalegt í Lundi og Kaupmannahöfn, Sigrún Emilía stóð sig vel og það var nú ekki sérstaklega mikið fyrir henni haft. Verð þó að segja að við foreldrarnir vorum orðin þreytt á að leita að reyklausum kaffihúsum í Köben og að rölta um í rokinu af því við gátum hvergi sest inn.
Sólveig Halla hafði það aldeilis gott hjá ömmu og afa á meðan, hafði engan tíma til að tala við okkur þegar við hringdum því hún var að borða snúð og naglalakka ömmu sína.
Næst á dagskrá er auðvitað atburður ársins: 5 ára afmæli á sunnudaginn. Geri því ráð fyrir að afmælisbarnið verði í fyrsta sæti í næstu færslu hérna hjá la familia....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.