Þetta dagsdaglega

img_4802.jpg

Þá er mamman búin að sitja sveitt við að færa myndirnar af moggablogginu yfir í lokaða albúmið og er verkinu loksins lokið. Myndirnar eru nú allar undir tenglinum "Myndirnar okkar" - sendið endilega tölvupóst ef þið viljið fá lykilorðið, sillabjorg@hotmail.com Eina albúmið sem er eftir á þessari síðu eru afmælismyndirnar hennar Míu sem sýna hvað hún stækkar mikið milli mánuða.

Það er allt gott að frétta af fjölskyldunni, enginn hefur verið lasinn í næstum því mánuð og erum við öll glöð með það. Það er nóg að gera hjá okkur öllum í þessu daglega, tíminn flýgur áfram og Matti minnsti er orðinn fimm mánaða þó hún sé nýfædd. Sigrún Emilía er varla ungabarn lengur, hún er orðin ákveðin ung stúlka sem unir sér best innan um sem mest af fólki og leikföngum. Hún vill alls ekki liggja í fanginu í rólegheitunum, hún verður að fá að sitja eins og montrass eða velta fram og til baka á gólfinu þangað til hún festist undir stól. Þá er öskrað af óþolinmæði og ó boy getur barnið gargað! Öllum til mikillar undrunar er Sigrún Emilía með rosalega rödd sem hún ákvað að halda útaf fyrir sig fyrstu fjóra mánuðina en leyfa svo fjölskyldunni og öllum hinum í húsinu að njóta. Það lítur út fyrir að hún hafi erft skapið frá pabba sínum, er ekkert mikið að kippa sér upp við hlutina öllu jöfnu en þegar hún verður reið þá verður hún reið. Svo er hún á fullu að læra að synda og finnst það ekki leiðinlegt. Sólveig Halla er komin með tvær fullorðinstennur 4 ára gömul, ætlar greinilega að drífa í þessu stelpan. Aðal sportið þessa dagana er að hitta vinina eftir leikskóla og leika og leika. Hún hittir Jóel oftast því hann á heima í sama húsi og þau eru dugleg að fara með gamla indíánatjaldið hans Sverris frænda út í garð. Hún er líka byrjuð aftur í ballett og finnst það ótrúlega skemmtilegt.

Mamman og pabbinn eru annars róleg í tíðinni, hið almenna heimilishald á hug okkar allan þessa dagana. Skruppum reyndar í bíó á föstudaginn og sáum Volver og fengum smá Madridarfílíng, það er alltaf jafn gaman. Svo erum við auðvitað komin af stað til Lundar í huganum en tilhlökkunin er alltaf helmingurinn af ferðalaginu... Við förum sem sagt til Lundar og Köben eftir viku og Sólveig Halla ætlar að vera hjá afa og ömmu í Rauðalæk á meðan.

Verð svo að lokum að lýsa yfir eindregnum stuðningi við Ómar Ragnarsson - finnst verst að hafa ekki komist í gönguna áðan en framtakið er stórkostlegt og ég vona að ég fái einhvern tíma tækifæri til að leggja mitt af mörkum.

Þá held ég það sé bara komið í bili...

Bestu kveðjur af Hjarðó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku elsku fjölskylda...

æðislegt að fá fréttir af ykkur og mig langar alveg heilmikið að fá lykilorð á myndasíðu!!

Það getur verið erfitt að eiga svona þroskuð börn sem eru aðeins ungabörn í eina viku eða svo ... ef maður er svo heppinn!! Enda verð ég alltaf skíthrædd þegar ég fæ að halda á svona litlum kjúklingum sem eru "eðlileg" nýfædd börn...

En það er líka gaman að klípa í svona ákveðnar, hörkustelpur sem hafa margar fellingar á lærunum...

Knús til ykkar frá Árósum

Erla frænka.

Erla (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband