24.9.2007 | 07:39
Er ekki fljótlega örugglega komið?
(Ein gömul síðan í sumar....) Allt í partý á Hjarðó eins og vanalega - allir í svaka sumarstuði enda ekki hægt annað í veðurblíðunni. Aldrei þessu vant er besta spáin fyrir Reykjavík í marga, marga daga í röð - og ég að byrja í fríi eftir helgi!
Sólveig Halla er útskrifuð af Hagaborg og við vorum öll soldið sorgmædd í familiunni af því tilefni. En tilhlökkunin eftir að byrja í skólanum er samt sterkari og SHE er sko alvega svakalega tilbúin. Hún er búin að fara á sundnámskeið í sumar og er núna á leikjanámskeiði hjá KFUM og KFUK með Sonju frænku - geggt gaman eins og hún segir sjálf. Hún var reyndar pínu hneyksluð til að byrja með að þurfa að biðja til guðs áður en hún byrjaði að borða - fannst það greinilega glatað- en það vandist fljótt og nú gengur hún um allt og syngur ég er hermaður krists- foreldrum sínum til ómældrar ánægju...
Sigrún Emilía er með foreldra sína algjörlega í vasanum og reyndar flesta í kringum sig. Leikskólakennararnir sjá ekki sólina fyrir henni og þar af leiðandi kemst hún upp með alls konar vitleysu. Hún hefur til dæmis fengið ís og súkkulaði kex - nokkuð sem stóra systir þurfti að bíða nokkuð lengur eftir að fá. Mía er svakalegur vinnuforkur, hún má aldrei vera að því að sitja kyrr og er alltaf eitthvað að sýsla - það algengasta er að rífa fötin sín úr kommóðunni og setja þau í óhreinatauið en hún getur einbeitt sér að því í lengri tíma.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.