22.7.2006 | 21:12
Skírn
Sigrún Emilía var skírð í Neskirkju 13. júlí. Séra Örn Bárður skírði hana og amma Agnes hélt á henni undir skírn. Stúlkan var ægilega góð að venju, fékk sér smá kríu á meðan á athöfninni stóð og lét ekki í sér heyra. Hún ákvað daginn eftir skírnina að velta sér yfir á magann og nú getum við varla lagt hana frá okkur án þess að hún snúi sér í allar áttir. Því miður er hún ekki ennþá búin að fatta hvernig hún kemst til baka og er því eins og selur á þurru landi, með hendurnar fastar undir bumbunni. Í fyrradag uppgötvaði hún svo hvað mamma hennar er óborganlega fyndin og hló í fyrsta sinn.
Annars er allt gott að frétta af fjölskyldunni fyrir utan smávægileg veikindi á eldri heimasætunni. Henni verður vonandi batnað þegar við förum í sveitina eftir helgi en hún er orðin spennt eins og foreldrarnir að komast burtu úr bænum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.