Júlí

SHE og langamma

Við erum svolítið fúl hérna á Hjarðarhaganum af því að sumarið hefur látið á sér standa en gerum okkar besta þegar sólin lætur sjá sig. Loksins létum við verða af því að kaupa systkinapall á vagninn fyrir Sólveigu Höllu og nú er ekkert sem stöðvar okkur í göngunum. Í dag gengum við Sigrún Emilía tvisvar sinnum fram og til baka á Seltjarnarnesið og Sólveig og Arnar voru með okkur í annarri ferðinni. Við heimsækjum gjarnan ömmu Sillu á ferðum okkar en hún er dugleg að gefa okkur eldri systrunum pönnsur, kleinur og annað góðgæti...

Sigrún Emilía stækkar og stækkar, er komin með fín Súðavíkurlæri og stefnir í að verða sama litla hlussan og systir hennar var. Hún er oftast mjög skapgóð og ljúf en getur sko aldeilis látið í sér heyra ef hún verður reið, sérstaklega ef það þarf að setja nefdropa í nebbann á henni. Hún unir sér einna best á teppinu þar sem hún tekur þvílíkum framförum, það er ekki nóg með að hún sé farin að teygja sig í dinglandi dótið, hún nær líka þvílíku gripi og hefur náð að stinga því upp í sig og smjattað á því - sjálfri sér til mikilli ánægju.

Svo er mikið framundan eins og venjulega. Kristín og þýska fjölskyldan okkar koma til landsins á morgun og þá er nú líklegt að það verði mikið um að vera. Um helgina leggja feðginin upp í ferðalag eina ferðina enn og halda á ættarmót á Snæfellsnesi en mamma og Sigrún Emilía nenna ekki í tjald svona alveg strax og halda sig því heima á meðan. Sólveig Halla byrjar líka í fríi á leikskólanum á föstudaginn og verður til 14. ágúst en þá fer hún á nýja deild, Fuglaland, þar sem stærstu krakkarnir á Hagaborg eru en hún tilheyrir víst þeim hópi næsta vetur þó foreldrarnir eigi erfitt með að trúa því...

Búin að setja inn fullt af nýjum myndum í júní og júlí myndaalbúmin. Við setjum svo inn nýjar myndir úr sumarfríinu þegar við komum til baka úr ferðalagi um landið.

Hafið það gott öll sömul þangað til og njótið sumarsins sem hlýtur að fara að koma...

Svalur Silla, Eiki, Sólveig Halla og Sigrún Emilía.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fara ekki að koma myndir úr skírn:) ?

-þórunn

þórunn (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband