23.6.2006 | 02:45
2 mánuðir
Jæja þá eru allir komnir heim heilir á höldnu. Stórfjölskyldan dreifði sér um löndin og miðin síðastliðnar vikur og er sem betur fer komin heim í einu lagi. Feðginin höfðu það gott og gaman í Þýskalandi í svaka HM stemmningu og 30 stiga hita. Mæðgurnar höfðu það líka mjög gott á Akureyri þar sem var stjanað við þær eins og vanalega. Elvar frændi stóð sig rosa vel og er nú orðinn stúdent frá MA-gott hjá honum. Og svo er minnsta manneskjan auðvitað orðin 2 mánaða. Hún stendur sig alltaf jafn vel elsku hjartað okkar og brosir og burrar til skiptist þegar hún er vakandi. Setti inn nokkrar nýjar myndir í albúmin-það koma fleiri fljótlega.
Sumar (vonandi bráðum amk) kveðjur af Hjarðó!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Klárlega sætasta afmælisstelpan :)
SA (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 17:46
Jæja. Loksins búin að sjá lifandi myndina af þessari litlu snót og mikið er hún sæt:-) og ljúf og góð og mmmm... allt hitt sem ég man ekki að segja hér og nú.
Takk fyrir síðast og hlakka mikið til næst.
Laulau (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.