23.4.2007 | 20:02
Afmælisstúlkan
Nóg að frétta af fjölskyldunni en byrjum á byrjuninni. Hún er orðin 1 árs, nýfædda stúlkan okkar. Afmælinu var fagnað í sumó ásamt fjölskyldunni og það var sko mikið fjör. Sigrúnu Emilíu fannst skemmtilegast þegar sunginn var fyrir hana afmælissöngurinn og þá brosti hún með nefinu af gleði.
Á eins árs afmælinu er Sigrún Emilía farin að ganga meira en skríða, komin með 5 litlar tönnslur, notar skó nr.18.5, finnst systir sín stórkostleg, klifrar allt sem hún getur, finnst playmo mjööög spennandi og finnst ekkert notalegra en klifra upp í rúm til systur sinnar og fletta bók. Hún er svo fyndin og skemmtileg og það er alveg ótrúlegt að þegar við vöknuðum einn daginn var hún ekki ungabarn lengur heldur orðinn krakki, með skoðanir, langanir og frekjurass. Svo byrjaði Sigrún Emilía á leikskóla í síðustu viku, hún fékk pláss á Sólgarði mömmu og pabba til mikillar gleði. Meira síðar-vonandi fljótlega....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 10.5.2007 kl. 23:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.