Jæja...

SHE og SEE...hvað segið þið - er kominn tími á að skrifa eitthvað hér inn... svei mér þá held það bara. Allt gott að frétta fyrir utan eilífar dagmömmuáhyggjur - pabbinn sem ætlaði að taka við blogginu um leið og barninu er fussandi og sveiandi allan daginn við dagmömmur út um allan bæ - meira að segja Mosfellsbæ - um hvað ástandið er ömurlegt og engin úræði í boði og skítalaun fyrir dagmömmur og allt í volli.... En við vonum vissulega það besta og að eitt stykki dagmamma skjótist upp á yfirborðið fyrir 1.maí. Annars erum við á fullu við að einfalda lífið alveg svakalega mikið svo við getum átt smá rólegheita stundir á hverjum degi fjölskyldan - sem þýðir að forgangsröðunin er soldið breytt - sund, gönguferðir, góður matur, bókalestur og almennt hangs ganga fyrir tiltekt, símanum, sjónvarpinu og þvottinum, amk svona þegar við getum. Það er sem sagt nóg að gera við að gera sem minnst af því það er svo mikið að gera - eða þannig.

Í fréttum er þetta helst:SHE ballet
Sigrún Emilía er farin að ganga! Hefur mest tekið 10 skref og æfir sig á hverjum degi. Sólveig Halla dansaði á ballettsýningu og var "gekkt flott" og foreldrum sínum til mikils sóma. Sama dag varð Ása frænka fertug og fékk óvænta afmælisveislu og heimsókn frá Kristínu í afmælisgjöf. Arnar er farinn að tala og kallar báðar systurnar Míu. Hann lærði líka mjög snemma að segja traktor og blaðra. Ég fór og heimsótti Ragnheiði í Lundi og fékk að sjá Rósu litlu dafna svo vel en hún er væntanleg í heiminn í júní. Þórir og Helga eignuðust stelpuskott í febrúar og Sverrir og Katrine flytja til Árósa 1. maí.  Sigrún Emilía er komin með 5 tennur og tígó og rífur og tætir eins og henni sé borgað fyrir það í banönum. Jökull varð 5 ára í febrúar og Sölvi spurði Míu frænku sína hvort hún væri kannski soldið vitlaus fyrst hún kynni ekki að púsla. Ég er byrjuð í nýrri vinnu sem verkefnastjóri hjá lagadeild Háskóla Íslands og hef nóg að gera og Eiki og Sigrún Emilía njóta þess að vera saman á meðan. Og svo örugglega fullt meira sem ég man ekki í augnablikinu.

Svo... ef þið eigið einhvern tíma leið framhjá Háskólanum í hádeginu og langar að kíkja á Kaffitár eða bara í eina góða Júmbó á FS kaffistofu þá endilega bjallið í mig - ég er sko alltaf til.

Ps. tölvan okkar er alveg að gefa upp öndina svo myndirnar streyma ekki beint inn en þær eru á to do listanum og koma inn bráðum... betra seint en aldrei er einmitt nýja mottóið...



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju vinnuna!!  Vona svo sannarlega að dagmömmumálin fari að leysast ... þetta er ömurlegt. Við flytjum í stærra húsnæði í lok aprílmánaðar þannig að hér í Árósum bíður ykkar hin besta aðstaða  

Kossar og saknaðarknús

Linda og co.

Linda Dröfn (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband