8.6.2006 | 02:30
6 vikur
Og tíminn hreinlega flýgur áfram, þó við þurfum að bíða ansi lengi eftir sumrinu. Það hentar okkur mæðgum reyndar ágætlega í augnablikinu þar sem Sigrún Emilía vill gjarnan vaka frameftir til 2 á nóttunni og mamman jafnvel ennþá lengur. Svo er sofið fram á hádegi, við erum sem sagt búnar að snúa sólarhringnum ágætlega við. Vonum bara að magapílurnar eldist af barninu þegar sumarið kemur loksins. Sigrún Emilía heldur áfram að dafna vel, súðavíkurlærin eru mætt á staðinn og kinnarnar fara alveg að ná niður á hné. Hún fór í skoðun á Heilsó í fyrradag, sýndi allar sínar hundakúnstnir og var ægilega góð svo mamman var voða stolt eins og venjulega.
Það er svo nóg að gera hjá fjölskyldunni á næstunni. Sólveig Halla og Eiki fara til Þýskalands í næstu viku og þá erum við Sigrún Emilía að hugsa um að skreppa til Akureyrar í útskrift hjá Elvari. Svo eru ansi margir sem við eigum ennþá eftir að hitta og gaman væri að sjá sem fyrst.
Við sendum öllum þeim rosalega mörgu vinum og ættingjum sem eiga afmæli í júní bestu afmæliskveðjur og hamingjuóskir til Agnesar frænku sem stóð sig svo ótrúlega vel í skólanum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Silla mín. Gott að heyra hvað allt gengur vel og allir eru sælir og ánægðir. Jú það verður ekki annað sagt en þær séu nokkuð líkar systurnar sætu!
Kveðja
Unnur (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.