29.5.2006 | 20:05
Lísa eða Lotta - hvor er hvað?
Það er alveg ótrúlegt hvað systurnar Sólveig Halla og Sigrún Emilía eru líkar. Eiki hafði orð á því að það sé undarlegt að eignast tvíbura með 4 ára millibili. Ekki er nóg með að þær séu líkar í útliti heldur virðist Sigrún Emilía ætla að hafa mjög líkt skap og systir sín og vera jafn mikill kúrari, nautnaseggur og letiblóð og aðrir í fjölskyldunni... Hún lygnir aftur augunum í heitu vatni alveg eins og pabbi sinn og henni finnst ekkert betra en að liggja í klessu upp við mömmu sína í bólinu. Hún er mjög skapgóð eins og systa, grætur sjaldan og er farin að brosa í hvert skipti sem einhver hefur tíma til að tala við hana. Þeim finnst líka gott að kúra hjá hvor annarri, 4 ára stelpunni okkar tókst að svæfa þá 4 vikna um daginn og sjálfa sig í leiðinni.
Setjum inn nokkrar myndir sem til eru af Sólveigu Höllu þegar hún var ný svo þið getið séð líkindin. Því miður fæddist hún samt áður en stafrænar myndavélar urðu til á hverju heimili svo ekki er hægt að bera þær systur alveg saman á tölvutæku formi.
Minnum svo á athugasemdir og gestabók-viljum endilega sjá hverjir koma í heimsókn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Athugasemdir
Hæ,
ég er alltaf hérna við og við. Finnst svo gott og gaman að fylgjast með. Verst að þetta dregur úr því að maður komi!!
Og já... var einmitt að segja við Unnellu um daginn að þær eru ALVEG eins og ekki er verra að hún hafi góðu lundina líka sú stutta.
Vona að þessi færsla takist! hef reynt svo oft og það ekki birst..... grrrr....
Laulau (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 12:24
Já, það tókst!!!
Laulau (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 12:24
HÆ,HÆ og takk fyrir afmæliskveðjuna.
Oh hvað við getum ekki beðið eftir að fá smá kúr með þessum englabossasystrum. Þetta er greinilega sterkt í fjölskyldunni þar sem að daman á þessu heimili gerir lítið annað en að vera í "sofuleik" allan daginn ....
Kossar og knús
Linda, Hrannar og Auður Erla
Linda (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 08:49
Kvedja fr'a Kr'oatiu.
Hae elsku ömmud'ullurnar m'inar S'olveig Halla og Sigr'un Emil'ia. Hef ßađ vođa gott og mikiđ fallegt h'er allt 'i kring. Viđ vaerum n'u ekki lengi ađ t'ina saman fallegan bl'omvőnd S'olveig Halla. Og ekkert m'al ađ keyra Sigr'unu Emil'iu um 'i kerrunni um allt, alls stađar fallegir gőngust'igar og svoleiđis..... Kn'us og kossar til M&P fr'a ykkar AMMShg
Amma Sigr'un Halla (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 11:00
Mikið eru þær nú sætar systur!:) og ekkert smá líkar!:)
-þórunn
þórunn (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.