Afmæli

Afmælisstelpa
Í dag eiga afmæli Sigrún Emilía Eiríksdóttir og faðir hennar Eiríkur Gunnsteinsson. Sigrún Emilía er eins mánaðar gömul og Eiríkur er 32 ára og sex mánaða. Án þess að á nokkurn sé hallað er þetta hins vegar hiklaust dagurinn hennar. Á þessum mánuði sem liðin er frá því Sigrún Emilía kom til okkar hefur hún dafnað vel, lært að brosa og hefur þyngst um eitt kíló sem er afrek út af fyrir sig. Hins vegar er ekki hægt að fagna þessum tímamótum án þess að minnast á eftirminnilega frammistöðu móður hennar í fjölskylduherbergi 19 í Hreiðinu. Það er ekki annað hægt en að dást að svona hetju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig ætli ömmum sem springa úr monti sé tjaslað saman?
Hm...

SHG (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 13:03

2 identicon

sæta sæta sæta stelpa:) alveg eins og systir sín:)

-þórunn

þórunn (IP-tala skráð) 28.5.2006 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband