Þrjár vikur

img_3067.jpg

Nú eru rúmar þrjár vikur síðan Sigrún Emilía kom í heiminn og lífið er farið að ganga sinn vanagang á Hjarðarhaganum. Eiki er farinn að vinna aftur, Sólveig Halla hoppar og skoppar á leikskólanum og Silla og Sigrún Emilía sofa fram að hádegi - mjög notalegt... Sigrún Emilía heldur áfram að stækka, er orðin 5200 gr. og farin að líta í kringum sig, æfa sig að halda höfði og brosa pínulítið, mömmu og pabba til mikillar gleði. Það sorglegasta sem hún hefur lent í á sinni stuttu ævi er að rífa svo fast í hárið á sér að hún fór að háorga og þurfti aðstoð við að losa takið.

Annars gengur mjög vel með þær systur, Sólveig Halla er mjög montin af systur sinni og vill helst halda á henni og knúsa öllum stundum. Stundum svitna foreldrarnir þegar hún byrjar að reyna að hreyfa þá stuttu þannig að lítið og laustengt höfuðið sveiflast fram og tilbaka. En hún á ekkert annað en hrós skilið fyrir hvað hún hefur tekið litlu systur sinni vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótla gaman að skoða myndirnar af fallegustu systrum heims, SHE við vorum líka farin að sakana þín uppáhaldið okkar :)
SA og AA

SA (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 13:28

2 identicon

sætu systur;)
-þórunn

þórunn (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband