23.1.2007 | 22:48
Letilíf
Nú er ég algjörlega að tapa mér í letilíferni-er svo mikið að taka út notalegheitin áður en ég fer að vinna að þau eru eiginlega hætt að vera notaleg- eða þannig. Ég er komin með krónískan hausverk af því að vaka alltof lengi frameftir og króníska magapínu eftir að borða súkkulaði á hverju kvöldi. Get samt ekki hætt að hanga í tölvunni og skoða ættleidd börn frá Kína (sem eru æði btw), púslað wasgij púsl (sem eru rosa skemmtileg) og horft á gjörsamlega allt sem er í sjónvarpinu því mér finnst eins og ég geti aldrei gert þetta aftur þegar ég er loksins komin í vinnuna og þarf að vakna kl. 7 á hverjum morgni - guð hjálpi mér og öllum sem ég bý með! Held samt að ef ég er nógu lengi í ruglinu verður vinnan eins og vin í eyðimörkinni og ég mæti þangað hoppandi glöð - eigum við ekki bara að segja það?
Annars er almennur hressleiki á heimilinu, Eiki vinnur mikið áður en hann fer í sitt leyfi, Sólveig Halla er mjög spennt yfir þorrablóti í leikskólanum á föstudaginn þar sem boðið verður upp á ljúfengan mat eins og hún orðaði það sjálf og Sigrún Emilía er algjör brjálæðingur - er farin að standa upp við allt og ganga meðfram og stinga öllu upp í sig og allt það en er samt alltof lítil fyrir svona hetjustæla svo hún er í gjörgæslu mestan hluta dagsins.
Já og eitt enn: Sólveig Halla er komin með StarWars æði og vill vera Lilja prinsessa á Öskudaginn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Athugasemdir
Já það er erfitt að ná sér upp úr óreglu, sama hver hún er. Hjá okkur eru enn leyfar af jólaóreglunni sem lýsir sér í súkkulaðiáti í tíma og ótíma. Talandi um að byrja að vinna aftur þá fannst mér það bara skrambi gott í bæði skiptin þegar ég var komin á staðinn. Mía mús er nú meiri skörungurinn! Tókst nú Eika að koma SHE í Star Wars gír! Hún verður glæsileg með snúðana og ég panta mynd takk!!! Sonja ætlar að vera norn.Kossar og knúsKristín
Kristín (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.