Færsluflokkur: Bloggar

Afmæli

Afmælisstelpa
Í dag eiga afmæli Sigrún Emilía Eiríksdóttir og faðir hennar Eiríkur Gunnsteinsson. Sigrún Emilía er eins mánaðar gömul og Eiríkur er 32 ára og sex mánaða. Án þess að á nokkurn sé hallað er þetta hins vegar hiklaust dagurinn hennar. Á þessum mánuði sem liðin er frá því Sigrún Emilía kom til okkar hefur hún dafnað vel, lært að brosa og hefur þyngst um eitt kíló sem er afrek út af fyrir sig. Hins vegar er ekki hægt að fagna þessum tímamótum án þess að minnast á eftirminnilega frammistöðu móður hennar í fjölskylduherbergi 19 í Hreiðinu. Það er ekki annað hægt en að dást að svona hetju.

Þrjár vikur

img_3067.jpg

Nú eru rúmar þrjár vikur síðan Sigrún Emilía kom í heiminn og lífið er farið að ganga sinn vanagang á Hjarðarhaganum. Eiki er farinn að vinna aftur, Sólveig Halla hoppar og skoppar á leikskólanum og Silla og Sigrún Emilía sofa fram að hádegi - mjög notalegt... Sigrún Emilía heldur áfram að stækka, er orðin 5200 gr. og farin að líta í kringum sig, æfa sig að halda höfði og brosa pínulítið, mömmu og pabba til mikillar gleði. Það sorglegasta sem hún hefur lent í á sinni stuttu ævi er að rífa svo fast í hárið á sér að hún fór að háorga og þurfti aðstoð við að losa takið.

Annars gengur mjög vel með þær systur, Sólveig Halla er mjög montin af systur sinni og vill helst halda á henni og knúsa öllum stundum. Stundum svitna foreldrarnir þegar hún byrjar að reyna að hreyfa þá stuttu þannig að lítið og laustengt höfuðið sveiflast fram og tilbaka. En hún á ekkert annað en hrós skilið fyrir hvað hún hefur tekið litlu systur sinni vel.


Sigrún Emilía Eiríksdóttir

Systur SHE og SEE

Litla manneskjan vex og dafnar ótrúlega vel og hefur fengið nafnið Sigrún Emilía. Hún er oft kölluð Mía en Jökull frændi heyrði að það væri nafnið hennar þegar hann kyssti bumbuna einu sinni. Sigrún Emilía fór í 5 daga skoðun í morgun og var útskrifuð með 10 í einkunn. Hún er búin að ná fæðingarþyngd sinni og rúmlega það svo ljóst er að rjóminn er farinn að fljóta. Sólveig Halla er rosalega góð stóra systir, vill alltaf vera að halda á systur sinni og strjúka henni og klappa. Henni finnst reyndar ekkert gaman þegar hún orgar og vill helst loka á þetta "vonda væl." En eins og sjá má á myndunum er hún ægilega umhyggjusöm og góð.

Takk fyrir allar kveðjurnar - hlökkum til að hitta ykkur flest sem fyrst!

Silla, Eiki, Sólveig Halla og Sigrún Emilía Brosandi


Nýja litla

c_documents_and_settings_eirikur_my_documents_my_pictures_2006_04_22_img_2959.jpg

er loksins komin, foreldrum sínum og stóru systur til mikillar gleði. Hún fæddist laugardaginn 22. apríl 2006 kl.13:10 og gekk fæðingin vel, mamman stóð sig eins og hetja (þó hún segi sjálf frá...)  og pabbinn ekki síður. Nýja var 18 merkur og 55 cm og mjög lík Sólveigu Höllu systur sinni. Erum búin að setja inn myndir í albúmið Nýja.

Bestu kveðjur af Hjarðarhaganum!

Silla, Eiki, Sólveig Halla og litla manneskjan.


Getur einhver sagt mér

hvernig ég get komið í veg fyrir að nýjasta bloggið okkar birtist á forsíðu mbl bloggsins? Vil hafa bloggið fyrir vini og vandamenn og það fer svooo í taugarnar á mér að það skuli birtast þarna á forsíðunni undir nýjustu færslur, sérstaklega þegar ég er búin að merkja í stillingum að ég vilji ekki að bloggið sjáist í listum....

Hjálp - anyone?


Enn bólar ekkert...

á Míu litlu eins og Jökull krúttfrændi kallar bumbuna. En nú er fermingarveislan hans Ingólfs afstaðin, Kristín komin til landsins, fataskáparnir tilbúnir í svefnherberginu og prjónateppið á leiðinni í þvottavélina... svo það er ekki eftir neinu að bíða... en ætli við bíðum samt ekki aðeins lengur...

Dagurinn

SHE þriggja tíma gömul

Jæja þá er dagurinn kominn, skv. meðaltalinu á barnið okkar að vera tilbúið í dag, 11.apríl. Það er aftur á móti ekki alveg sammála og ætlar að hafa það notalegt á Hótel mömmu svoítið lengur, svona eins og börnin í fjölskyldunni vilja helst hafa það. Meðgangan er sem sagt komin á það stig að mamman má ekki fara út fyrir húsins dyr án þess að spurt sé um hana út um allan bæ. Undarlegt hvað maður getur verið æstur í að vita allt um gang mál hjá öðrum ófrískum konum en sýnir því svo lítinn skilning þegar maður er spurður sjálfur.... er eitthvað að gerast? Lofa að við látum vita um leið og eitthvað gerist. Set inn myndir af Sólveigu Höllu á fæðingardeildinni til að stytta biðina....


Fleiri myndir

Gleði

Það er lítið sem þarf til að gleðja ungamömmu þessa dagana, nokkur orð frá Danmörku fá hana til að vökna um augun....

Set inn bumbumyndir sérstaklega fyrir Erlu frænku


Ballerínan

c_documents_and_settings_default_desktop_mbl0126630.jpg

Myndinni af prinsessunni á bauninni birtist í Mogganum og var dreift í tvöföldu upplagi, bara fyrir foreldrana.....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband